Skip to content

Málstofa um markaðsmál fyrir íþróttafólk

  • by

gegnum það sem virkaði best fyrir hana í þessum efnum og hvað ætti að varast.
Síðan mun Hjalti Rögnvaldsson markaðssérfræðingur fjalla um það sem íþróttamaðurinn þarf að taka tillit til í markaðssetningu sinni. Svo sem framkomu í viðtölum, auglýsingaefni, láta erindið sitt ríma við stefnu og markmið fyrirtækis, tryggja samfellu og gott upplýsingaflæði, sníða sér stakk eftir vexti, undirbúning o.s.frv. Þekktur markaðsmaður og opinber persóna mun svo láta sjá sig og leggja ýmislegt til málanna.
Að framsögum loknum fer af stað hópavinna en markmið hennar er að búa til leiðbeiningar varðandi það helsta sem nýst gæti íþróttamanninum í tengslum við markaðssetningu og fjáröflun. Efnið verður í kjölfarið aðgengilegt á vef Reykjavíkurleikanna.
Boðið verður upp á hádegisverð og Spa í World Class Laugum að dagskrá lokinni.
Skráningar óskast sendar á netfangið kjartan@ibr.is. Fyrstu 50 fá frítt inn en aðrir borga 2.500 kr á manninn. Snjallsímahanskar frá Símanum og gjöf frá MS fylgir öllum skráningum.

Pages: 1 2