Skip to content

Lyfjamál – ábyrgð iðkenda

  • by

Kraftlyftingasamband Íslands er aðili að ÍSÍ og IPF og fylgir í öllu þeim reglum sem þar gilda um lyfjamál.
Allir iðkendur, stuðningsmenn, stuðningsaðilar og yfirvöld eiga að geta treyst því að innan okkar raða er notkun stera og annara ólöglegra efna stranglega bönnuð og unnið gegn slíku með öllum tiltækum ráðum í nánu samstarfi við lyfjaeftirlitið. Í þessari vinnu þurfa allir að leggja sitt af mörkum, hver á sínum stað.
Kraftlyftingafélögin eiga að marka sér skýra stefnu í lyfjamálum og upplýsa sína félagsmenn um hvaða reglur þeir eiga að fara eftir. Hver einstakur iðkandi þarf að vera meðvitaður um sína persónulega ábyrgð, en sem félagsmaður innan KRAFT getur hann þurft að mæta í lyfjapróf hvar og hvenær sem er, og vanþekking er ekki gild afsökun.

Formannafundur haldinn 10.maí hvetur öll félög til að láta iðkendur sína skrifa undir þennan texta til að tryggja að þeir átti sig á ábyrgð sinni – og til að setja þennan eða svipaðan texta upp á áberandi stað á æfingarstöðinni. 

Tags: