Skip to content

Laufey með brons og Íslandsmet

  • by

Laufey Agnardóttir með gull í bekk í M1 á HMKLaufey Agnarsdóttir lauk keppni í -84 kg öldungaflokki I (M1) á HM í klassískum kraftlyftingum í nótt. Laufey átti góðu gengi að fagna með 7 gildum lyftum af 9. Í hnébeygju lyfti hún mest 130 kg og í bekknum náði hún bekkpressugullinu með 85 kg, en báðar lyftur eru ný Íslandsmet í M1. Í réttstöðulyftunni jafnaði hún svo hennar eigin Íslandsmet í M1 með 150 kg. Samanlagður árangur hennar, 365 kg, landaði henni bronsverðlaununum og nýju Íslandsmeti í opnum flokki!