Skip to content

Landsliðsverkefni – seinni hluti 2017

  • by

Stjórn KRAFT samþykkti fyrr á þessu ári, tillögur landsliðsnefndar um verkefni fyrir árið 2017. Mörg alþjóðamót hafa nú þegar farið fram og árangur íslensku keppendanna verið góður. Nokkur mót eru þó eftir á árinu en hér má sjá lista yfir þá íslensku landsliðskeppendur sem munu keppa seinna á árinu.

LANDSLIÐSVERKEFNI 2017 – SEINNI HLUTI ÁRS

Norðurlandamót í kraftlyftingum/klassískum kraftlyftingum- 14.-16. sept.
Útbúnaður: Sóley Margrét Jónsdóttir +84 kg, Kara Gautadóttir -57 kg, Þuríður Kvaran -84 kg, Aron Ingi Gautason -74 kg og Karl Anton Löve -93 kg.
Klassískar kraftlyftingar: Svavar Örn Sigurðsson -74 kg, Ingvi Örn Friðriksson -105 kg og Þorsteinn Ægir Óttarsson -120 kg.

Norðurlandamót í bekkpressu/klassískri bekkpressu – 14.-16. sept.
Útbúnaður: Sóley Margrét Jónsdóttir +84 kg, Kara Gautadóttir -57 kg, Aron Ingi Gautason -74 kg og Karl Anton Löve -93 kg.
Klassísk bekkpressa: Ingvi Örn Friðriksson -105 kg og Þorsteinn Ægir Óttarsson -120 kg.

Arnold Classic í klassískum kraftlyftingum – 22.-24. sept.
Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir -57 kg, Elín Melgar Aðalheiðardóttir -63 kg, og Arnhildur Anna Árnadóttir -72 kg.

Evrópumeistaramótið í bekkpressu – 11.-15. okt.
Fanney Hauksdóttir -63 kg og Viktor Ben Gestsson +120/jr

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum – 13.-18. nóv.
Viktor Samúelsson -120 kg og Júlían J. K. Jóhannsson +120 kg

Evrópubikarinn í klassískum kraftlyftingum – 1.-3. des.
Ingvi Örn Friðriksson -120 kg