Skip to content

Landsliðsval 2024 – Tilnefningar skulu berast frá félögum fyrir 1. desember.

Landsliðsnefnd KRAFT kallar eftir tilnefningum í landsliðsverkefni 2024 í öllum aldursflokkum (opinn flokkur, unglingar og öldungar). Tilnefningar skulu berast frá félögum fyrir 1. desember á netfangið coach@kraft.is. Ástæðan fyrir því að tilnefningar þurfa að berast fyrr en áður var auglýst, er sú að stjórn KRAFT þarf að skila inn umsókn í Afrekssjóð ÍSÍ í byrjun desember. Í tilnefningu þarf að koma fram nafn, kennitala, sími og netfang keppanda og hvaða verkefni er stefnt á (mót og þyngdarflokkur). Taka skal fram hvenær keppandi náði lágmörkum og á hvaða mótum hann keppti á síðasta ári. Önnur skilyrði til landsliðsþátttöku koma fram í verklagsreglum KRAFT.