Skip to content

Landsliðsæfing unglingahóps

Þann 13. ágúst sl. fór fram fundur og landssliðæfing með unglingalandsliðinu, sem innan tíðar mun leggja land undir fót og keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistara- og Norðurlandamóti unglinga.

Landsliðssamningar voru undirritaðir og farið var yfir praktísk atriði varðandi mótin en einnig var boðið upp á fræðslu. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, hélt fyrirlestur um lyfjaeftirlit og lýðheilsumál og Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, fjallaði um þá lykilþætti sem stuðla að hámarksárangri í íþróttum.