Skip to content

Landsliðsmál

  • by

Kraflyftingasamband Íslands hefur sett sér það skýra markmið að efla þátttöku Íslands á erlendum vettvangi. KRAFT ætlar að eiga sína fulltrúa meðal dómara á alþjóðamótum og á þingum og í stjórnum alþjóðasambanda.
En fyrst og fremst ætlar Kraftlyftingasamband Íslands að eiga sterkt og reynt lið íþrótta- og aðstoðarmanna sem getur unnið til verðlauna  og komið heim með þekkingu og reynslu sem verður byggt ofaná. 
Þetta eru langtímamarkmið sem krefjast þess að markvisst og faglega sé unnið og að lagður verði traustur og góður fjárhagslegur grunnur. 

Fyrir árið 2011 hefur KRAFT sett þau markmið að senda keppendur af báðum kynjum og í öllum aldursflokkum á mót á vegum allra þeirra alþjóðasamtaka sem Ísland á aðild að. Annað markmið er að tryggja að á dómaralista KRAFT verða þrír dómarar með alþjóðaréttindi.
KRAFT hefur ákveðið að senda keppendur á
– Norðurlandamót unglinga – NPF
– Evrópumeistaramót unglinga – EPF
– Heimsmeistaramót unglinga – IPF
– Evrópumeistaramótið í opnum flokki – EPF
– Heimsmeistaramótið í opnum flokki – IPF
– Heimsmeistaramót öldunga – IPF
Með keppendum fara reyndir aðstoðarmenn.
Einn dómari mun endurnýja alþjóðréttindi sín á árinu, og einn ætlar að þreyta próf og afla sér réttinda.

Fyrstur í eldlínuna er Grétar Skúli Gunnarsson, KFA, sem keppir fyrir Ísland á Norðurlandamóti unglinga í Svíþjóð í lok apríl. Grétar Skúli er fæddur 1998 og keppir í flokki unglinga +120,0 kg. Þetta er stærsta mót Grétars til þessa, en honum til aðstoðar verður Rúnar Friðriksson sem á langan keppnisferil að baki. Fjallað verður nánar um mótið þegar nær dregur.

Tags:

Leave a Reply