Skip to content

Kraftlyftingakona valin íþróttakona Seltjarnarness 2015

  • by

12669574_10153266546975766_6386799246120527382_nFanney Hauksdóttir var í kvöld valin íþróttakona Seltjarnarness  þriðja árið í röð.
Fanney hefur áður hlotið nafnbótina kraftlyftingakona ársins og lenti í 5.sæti í vali á íþróttamann ársins 2015. Það má gera ráð fyrir að hilluplássið hjá henni sé farið að fyllast.
Helsta afrek Fanneyjar á árinu var evrópumeistaratitil í opnum flokki kvenna -63 kg.
Hún fær tækifæri til að verja þann titil á heimavelli í ágúst, en þá verður EM í bekkpressu haldið í Njarðvíkum.
Við óskum Fanneyju innilega til hamingju með þennan heiður!