Skip to content

Nýtt kraftlyftingafélag í Garðabæ

  • by

Enn fjölgar kraftlyftingafélögum í landinu, en sunnudaginn 30.janúar sl. var haldinn stofnfundur Kraftlyftingafélags Garðabæjar – Heiðrún. 12 stofnfélagar sátu fundinn og formaður og varaformaður KRAFT voru viðstaddir. Á fundinum voru lög samþykkt og stjórn kosin, en formaður hins nýja félags er Alexander Ingi Olsen.

Nú er verið að ganga frá aðild félagsins í UMSK og Kraftlyftingasamband Íslands, þar sem þetta verður 10. aðildarfélagið. Við óskum Garðbæingum til hamingju með nýja íþróttafélagið í bænum og bjóðum þeim velkomin í hópinn.


 

Tags:

Leave a Reply