Skip to content

Kraftlyftingadeild Breiðabliks

  • by

Kraftlyftingadeild Breiðabliks hefur tekið í notkun nýja og rúmgóða æfingaraðstöðu í Smáranum.
Þetta verður vonandi mikil lyftistöng fyrir starfið og félagsandann. Æfingartímar eru auglýstar á heimasíðu deildarinnar og hér á kraft.is undir FÉLÖG, en þar geta öll félög fengið að koma á framfæri helstu upplýsingar.
Úthlutað hefur verið úr Íþróttasjóði ríkisins kr. 200,000 til deildarinnar til frekari uppbyggingar á æfingaraðstöðu.

Við óskum Blikum til hamingju með styrkinn og aðstöðuna og vitum að þau muni nýta hvoru tveggja vel.











Leave a Reply