Skip to content

Kópavogsmótið 2010

  • by

Skemmtilegt og vel sótt kraftlyftingamót Kópavogs lauk í Smáranum fyrir stundu. 16 keppendur luku keppni. Flestir bætti árangur sinn, sumir svo um munaði og voru fjölmörg Íslandsmet sett. María Guðsteinsdóttir, Ármanni sigarði í öllum greinum og vann stigabikar kvenna með  441,0 kg í -67,5 kg flokki. Stigabikar karla tók Fannar Dagbjartsson, Ármanni,  með 770 kg í -125 kg flokki. Halldór Eyþórsson, Breiðablik, átti bestu hnébeygju karla, hann lyfti 245 kg í -82,5 kg flokki.  Einar Birgisson, KFA, sigraði í bekkpressu á nýju Íslandsmeti í -100 kg flokki 212,5 kg. Í réttstöðu sigraði  Gísli Þrastarson, Ármanni, með 250 kg  í -90 flokki. Dómarar voru Helgi Hauksson, Guðjón Hafliðason, Már Vilhjálmsson, Klaus Jensen og Auðunn Jónsson. Þulur Halldór Jónhildarson. HEILDARÚRSLIT
Kraftlyftingadeild Breiðabliks hefur komið sér upp öflugu starfsliði sem á heiður skilið fyrir vel framkvæmt mót.

Umfjöllun RÚV sjónvarpsfréttir

Leave a Reply