Skip to content

Keppendalisti

  • by

40 keppendur eru skráðir til leiks á bikarmót KRAFT sem framundan er, en það er gleðileg fjölgun milli ára. Í fyrra tóku 21 keppendur þátt og konum hefur fjölgað úr 1 í 7!
Einn sérstakur gestur keppir á mótinu, en það er bretinn Dean Bowring, ríkjandi heimsmeistari í +125,0 kg og einn reyndasti keppandi í þungavigtarflokkunum.  420 – 305 – 365 = 1065 er hans besti árangur. Bowring keppir á HM á laugardaginn og ætlar sér að verja titilinn sinn.

Vitað er að margir hafa æft stíft undanfarið og ætla sér stóra hluti og óhætt er að hvetja alla áhugamenn um kraftlyftinga að fjölmenna á mótið.
Framkvæmd mótsins er í höndum stjórnar Kraftlyftingasambandsins að þessu sinni.

Hér má sjá keppendalistann: http://kraftis.azurewebsites.net/bikarmot_kraft_2010/

Leave a Reply