Skip to content

Júlían vann til bronsverðlauna á HM

  • by

Júlían J.K. Jóhannsson keppti í dag á HM unglinga í +120 kg flokki og vann þar til bronsverðlauna á nýju íslandsmeti unglinga 980 kg.
Júlían byrjaði á góðri beygjuseríu, 350-365-375. Það er personuleg bæting og bæting á íslandsmeti unglinga um 12,5 kg.
Á bekknum bætti hann sömuleiðis íslandsmet sitt, og tók 267,5 kg í fyrstu tilraun.
Tvær tilraunir við 272,5 kg mistókust, en mikið drama var í bekkpressunni og margar ógildar lyftur.
Í réttstöðu tók Júlían á 310 og 325 örugglega. Svo tók við spennandi bið í síðustu umferð. Þar klikkaði hver á fætur öðrum, ljóst var að silfurverðlaun í greininni var í höfn, og Júlían bað um 337,5 í 3. tilraun til að ná bronsverðlaun samalagt. Það var aldrei spurning – lyftan fór örugglega upp og Júlían náði bronsið í flokknum.

Bronsverðlaun samanlagt, silfurverðlaun í réttstöðu, bætingar í öllum greinum og samanlagt um 37,5 kg er árangur erfiðisins undanfarið.
Til hamingju, Júlían.

Sigurvegarinn í flokknum var tékkinn David Lupac með 1090kg
julian3