Skip to content

Júlían réttmætur bronshafi á HM

  • by

Alþjóðlega kraftlyftingasambandið staðfesti í dag að Júlían Jóhann Karl Jóhannsson væri réttmætur bronshafi á HM í kraftlyftingum eftir að keppinautur hans Volodomyr Svistunov féll á lyfjaprófi. Þetta eru súrsætar fréttir því Júlían fékk ekki að fara á verðlaunapallinn og taka við bronsinu á HM sem fór fram í Halmstad, Svíþjóð. Þó er þetta jákvætt að því leyti að lyfjaprófin ná greinilega þeim sem ætla sér að svindla.

Júlían lenti einnig á dögunum í öðru sæti í vali á íþróttamanni ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna.

Kraflyftingasambandið óskar Júlían innilega til hamingju með árangurinn!