Skip to content

Júlían með þyngstu lyftu á SlingShot Pro Deadlift

  • by

Júlían J. K. Jóhannsson átti góðan dag í Columbus, Ohio. Þar keppti hann á boðsmótinu SlingShot Pro Deadlift á Arnold Sports Festival. Þar var keppt um verðlaun fyrir þyngstu lyftur kvenna og karla og stigahæsta keppandann.

Júlían lyfti mest allra karla þegar hann bætti sitt eigið Íslandsmet um 2,5 kg og lyfti 382,5 kg, eða 12,5 kg meira en hans helsti keppninautur, Nick Weite.

Til hamingju Júlían!