Skip to content

Júlían heimsmeistari með 1012,5 kg

  • by

11953350_1100500719962421_5265042855216600355_oJúlían J. K. Jóhannsson náði í dag langþráðu markmiði sínu í kraftlyftingum og stendur með pálmann í höndunum eftir keppni á HM.
Hann er heimsmeistari unglinga í +120 kg flokki og náði 1012,5 kg samanlagt.
Júlían mætti einbeittur til leiks og tók seríuna 375 – 285 – 352,5 – 1012,5 og bætir personlegan árangur sinn um 20 kg. Hann vann gull í beygju og réttstöðu og silfur á bekknum. Bekkpressan er nýtt íslandsmet í opnum flokki, og réttstaðan og samanlagður árangur eru ný íslandsmet unglinga.

Við óskum honum innilega til hamingju með þennan verðskuldaða árangur.