Skip to content

Jóhanna Norðurlandameistari

  • by

Jóhanna Þórarinsdóttir, Breiðablik, varð í dag Norðurlandameistari kvenna í flokki -72,0 kg í Örebro í Svíþjóð. Jóhanna lyfti 112,5 kg.
Þetta var fyrsta alþjóðamót Jóhönnu og þurfti hún tvær tilraunir til að setja tæknina almennilega að kröfum dómara, enda var dómgæslan eins og hún á að vera: nákvæm. Í þriðju tilraun var hún búin að ná því, og negldi 112,5 kg eins og ekkert væri. Það dugði í fyrsta sætið.
Karolina Arvidson, einhver reyndasti bekkpressari Evrópu, var aðstoðarmaður Jóhönnu á mótinu.
Jóhanna átti tvö markmið fyrir mótið, að ná titlinum og að setja Íslandsmet. Hún náði öðru, Íslandsmetið kemur næst. Það var öllum ljóst að Jóhönnu skorti ekki styrk, hún á mikið að sækja í bættri tækni.
Reynslunni ríkari kemur Jóhanna heim með gullverðlaun í vasanum. Við óskum henni til hamingju með árangurinn.