Skip to content

Íþróttastjóri tekur til starfa

  • by

Auðunn Jónsson hefur verið ráðinn íþróttastjóri Kraftlyftingasambands Íslands f.o.m. 15.maí. 

Íþróttastjóri hefur yfirumsjón með landsliðsmálum. Hann aðstoðar og fylgist með undirbúningi undir alþjóðamót, tekur út árangur og er landsliðsnefnd og stjórn til ráðgjafar. Auðunn verður líka ráðgjafi keppenda og tengiliður þeirra við landsliðsnefnd og heilbrigðisteymi. 

Við óskum honum velkominn til starfa og væntum að hans mikla reynsla og þekking muni nýtast vel í þessu hlutverki.