Skip to content

Íþróttamenn ársins 2014

  • by

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands hefur valið Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, kraftlyftingamann ársins 2014 i karlaflokki og Ragnheiði K. Sigurðardóttur, Gróttu, í kvennaflokki.

Júlían J.K. Jóhannsson, er fæddur 1993 en er þrátt fyrir ungan aldur í 12.sæti á heimslista í sínum flokki. Hann á mjög gott keppnistímabil að baki þar sem hann hefur sýnt stöðugar framfarir og bætt Íslandsmetin í sínum flokki í öllum greinum. Júlían hefur náð eftirtektarverðum árangri á alþjóðamótum á árinu.

Helstu afrek 2014:
Evrópumót unglinga +120,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun samanlagt.
Evrópumót unglinga +120,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun í hnébeygju.
Heimsmeistaramót unglinga +120,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun samanlagt Heimsmeistaramót unglinga +120,0 kg flokki: 2.sæti og silfurverðlaun í réttstöðulyftu.

Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir, Grótta,  er stigahæsta kona Íslands í kraftlyftingum á árinu. Ragnheiður er Íslandsmeistari í kraftlyftingum og í réttstöðulyftu og Norðurlandameistari í -57 kg flokki. Ragnheiður hefur bætt Íslandsmetin í öllum greinum í sínum flokki.

Helstu afrek 2014:
Norðurlandamót í kraftlyftingum -57,0 kg flokki: 1.sæti og gullverðlaun
Norðurlandamót í kraftlyftingum: 3 sæti á stigum
Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum -52,0 kg flokki: 1. sæti
Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum: 1.sæti á stigum
Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu – 57,0 kg flokki: 1 sæti
Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu: 1.sæti á stigum