Skip to content

Íslandsmótið í bekkpressu/Reykjavík International Games

Íslandsmótið í bekkpressu fer fram laugardaginn 19. janúar og verður hluti af alþjóðaleikunum Reykjavík International Games. Mótið fer fram í Laugardalshöllinni og munu 43 keppendur stíga á pall, þar af tveir norskir keppendur. Fyrirkomulag mótsins verður sem hér segir:
Hópur 1- Allar konur    Vigtun kl. 08:00  Keppni hefst kl. 10:00
Hópur 2- Karlar 66 kg til og með 93 kg   Vigtun kl.10:00   Keppni hefst kl. 12:00
Hópur 3 – Karlar 105 kg til og með +120kg    Vigtun kl 10:00   Keppni hefst kl. 13:00.
Áætluð mótslok verða um kl. 15:00.