Íslandsmeistaramótin í réttstöðulyftu voru haldin sl. laugardag í umsjón Lyftingadeildar KA. Mótið var aldursskipt og keppt í klassík og með búnaði. Fjöldi Íslandsmeta voru slegin.
ÍM Í KLASSÍK
Í opnum flokki karla í réttstöðulyftu í klassík tvíbætti Matthías Páll Gissurarson (ÁRM) metið í -59kg flokki og endaði með 140 kg. Viktor Samúelsson (KA), 105 kg flokki, sló glæsilegt nýtt Íslandsmet með 328,5 kg. Í drengjaflokki í réttstöðulyftu í klassík bætti Helgi Kristberg Ólafsson (MOS) metið í 93 kg flokki í hverri einustu lyftu en hann tók seríuna 250-265-280 kg. Í M3 105 kg flokki karla, sló Jens Elís Kristinsson (MAS) metið þrisvar með seríunni 185-200-210 kg. Hörður Birkisson (MAS), M3 74kg flokki, sló nýtt Íslandsmet í síðustu lyftunni með 205 kg. Í M3 76 kg flokki kvenna, gerði Elsa Pálsdóttir (MAS) góða tilraun við að bæta sitt eigið Íslandsmet í lokalyftu sem miður tókst ekki í þetta skiptið. Stigahæsti karlinn (óháð aldursflokkum) varð Viktor Samúelsson (KA) með 33,8 IPF GL stig. Stigahæsta konan (óháð aldursflokkum) varð Kristín Sonnentag (ÁRM) með 27,9 IPF GL stig.
ÍM MEÐ BÚNAÐI
Viktor Samúelsson (KA), 105 kg flokki, tvíbætti Íslandsmetið og endaði með 340 kg. Hann var einnig stigahæsti karlinn með 35 IPF GL stig.