Skip to content

Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum – úrslit

  • by

Úrslit liggja nú fyrir í hinum ýmsu þyngdarflokkum á Íslandsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fór á Seltjarnarnesi í gær, 11. maí.
HEILDARÚRSLIT
Stigaverðlaun kvenna hlaut Arndís María Erlingsdóttir, Gróttu, á undan Rósu Birgisdóttur, Stokkseyri og Ragnheiði Kr. Sigurðardóttur, Gróttu.
Í karlaflokki hlaut Sigfús Fossdal, Víkingi Ísafirði, stigabikarinn á undan Óðni Þorsteinssyni, Breiðablik og Einari Guðnasyni, Akranesi.
Við óskum öllum sigurvegurum til hamingju með árangurinn.

Í útreikningi å stigaverðlaunum kvenna áttu sér stað alvarleg mistök. Martröð allra mótshaldara varð að veruleika og verðlaunin voru ranglega afhent í lok móts. Rósa Birgisdóttir, Stokkseyri, var lýstur sigurvegari en Arndís Erlingsdóttir hafði í raun fengið fleiri stig. Mótshaldari hefur beðið þær báðar innilega afsökunar á þessu og ekki er hægt annað en að taka undir þeim orðum.