Skip to content

Íslandsmeistaramótið í bekkpressu – heildarúrslit

  • by

Íslandsmeistaramótið í bekkpressu fór fram á Akranesi í dag að viðstöddu fjölmenni.

Íslandsmeistari kvenna varð María Guðsteinsdóttir, Ármanni, en í karlaflokki sigarði Fannar Dagbjartsson, líka Ármanni.María lyfti 95,0 kg í -72,0 kg flokki og  Fannar lyfti 250,0 kg í -120,0 kg flokki. Ármenningar léti ekki þar staðar numið, heldur tóku þeir líka heim liðabikarinn sem besta bekkpressuliðið.
Heildarúrslit og Íslandsmet: IMbekk2011.

Að loku móti afhenti Sigurjón Pétursson kraftlyftingafélaginu Massa úr Njarðvíkum verðlaunin fyrir sigurinn í liðakeppninni 2010.
Mótið endaði á því að Hörður Magnússon, kraftlyftingadómari, tók við heiðursskjali úr hendi Sigurjóns fyrir sitt mikla starf í þágu íþróttarinnar og honum til heiðurs fimmtugum.

Kraftlyftingafélag Akraness á heiður skilið fyrir vel framkvæmt mót þar sem búið var að vanda til verka í smáatriðum. Margar vinnufúsar hendur létu hlutina ganga hratt og vel fyrir sig.

Leave a Reply