Skip to content

Íslandsmeistaramót öldunga í klassískum kraftlyftingum – Skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramót öldunga í klassískum kraftlyftingum sem haldið verður sunnudaginn 23. nóvember. Mótshaldari er Kraftlyftingafélag Akraness og verður mótið haldið í íþróttahúsinu Vesturgötu 130 á Akranesi.   Endanleg tímaáætlun auglýst síðar þegar keppendafjöldi liggur fyrir. Félög skulu senda allar upplýsingar um keppendur: nafn, kennitölu, félag og þyngdarflokk. Einnig er nauðsynlegt að skrá alla aðstoðarmenn (nöfn, netföng og símanúmer).  Nafn, netfang og símanúmer ábyrgðarmanns skráningar skal einnig fylgja.

Hér er um meistaramót að ræða og gildir því því sú regla að keppendur þurfa að hafa verið skráðir í félag a.m.k. þrjá mánuði fyrir mót. Ef um keppanda er að ræða sem ekki hefur keppt áður á móti hjá KRAFT þarf að fylgja með staðfesting á því hvenær viðkomandi var skráður í félagið (t.d. skjáskot úr Sportabler).

Skráningu skal senda á netfangið [email protected] með afriti á [email protected] fyrir miðnætti sunnudaginn 2. nóvember.  Lokafrestur til að greiða skráningargjöld og breyta um þyngdarflokk er til miðnættis sunnudaginn 9. nóvember. Keppnisgjald er 8.000 kr. og greiðist á reikning 552-26-007004 kt. 700410-2180.