Skip to content

Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu – keppendur

  • by

Skráningu er lokið á Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu sem fram fer í Kópavogi laugardaginn 15.september nk.
16 konur og 21 karlar frá 7 félögum eru skráðir og hlutgengir á mótið: SKRÁNINGARLISTI

Um hlutgengi á Íslandsmeistaramótum segir í reglugerð 3.grein:
Til að mega keppa á mótum innan KRAFT þarf keppandi að vera skráður í aðildarfélag innan KRAFT a.m.k. mánuði fyrir mót. Ef um er að ræða Íslandsmeistaramót og bikarmót þarf viðkomandi að vera skráður a.m.k. þrjá mánuði fyrir mótið.
Það þýðir að keppendur þurfa að hafa verið skráðir í sín félög fyrir 15.júni til að vera hlutgengir á mótið.

.