Skip to content

Íslandsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum

  • by

Á fundi sínum í dag gerði stjórn KRAFT breytingu á mótaskrá 2013 í samræmi við samþykkt á kraftlyftingaþingi 19.janúar sl. Íslandsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum verður haldið á Seltjarnarnesi 4.maí nk.
Um framkvæmd þessa móts gilda sömu reglur og um framkvæmd Íslandsmóts í búnaði. Það þýðir m.a. að til að vera hlutgengir á mótið þurfa keppendur að vera skráðir í Felix í sínu félag a.m.k. þrjá mánuði fyrir mót, eða í síðasta lagi 4.febrúar.

Tags: