Íslandsmótið fór fram laugardaginn 12.apríl í íþróttahúsinu í Hátúni. 21 keppandi var skráður til leiks á mótinu. 6 kepptu í bekkpressu, 1 í tvílyftu og 14 í þrílyftu. Allir keppendur áttu frábæran dag. Íslandsmet féllu og mjög margir keppendur bættu sinn persónulega árangur. Fjöldi áhorfenda mætti til að hvetja keppendur og var mikil stemning í salnum. Mikill vöxtur hefur verið í kraftlyftingum fatlaðra síðustu árin og fjöldi keppenda aukist jafnt og þétt. Keppendur komu frá 6 félögum: ÍF, Suðra, Firði, Öspinni, Ármanni og Akranesi. Lára Bogey framkvæmdarstjóri Kraft var mótsstjóri með aðstoð frá Lyftingadeild Ármanns. Dómarar voru Gry, Gunnur og Róbert. Sterkustu ungmenni Íslands Ragnar Ingi og Haniem voru kynnir og ritari mótsins. Við þökkum öllu starfsfólki mótsins fyrir aðstoðina og óskum keppendum til hamingju með árangurinn.













