Skip to content

Ingimundur lyftir á morgun

  • by

43Ingimundur Björgvinsson, Grótta, stígur á pallinn á HM í bekkpressu á morgun kl. 15.00 íslenskum tíma. Hann keppir í -105,0 kg opnum flokki. Það er fjölmennur flokkur og má búast við harðri og spennandi keppni.
Ingimundur er íslandsmeistari í flokknum og á íslandsmetið sem er 240,0 kg.
Þetta er fyrsta alþjóðamót Ingimundar og markmiðin eru skýr: að klára gildar lyftur og bæta íslandsmetið um 30 kg. Við óskum honum góðs gengis.
BEIN ÚTSENDING FRÁ MÓTINU.