Skip to content

ÍM unglinga – úrslit

  • by

Íslandsmeistaramót unglinga í klassískum kraftlyftingum lauk á Akureyri í gær.

Í telpnaflokki varð Matthildur Óskarsdóttir, Grótta íslandsmeistari. Í drengjaflokki sigraði Karl Anton Löve, KFA.
Í unglingaflokki kvenna sigraði Elín Melgar, Grótta og íslandsmeistari í unglingaflokki karla varð Viktor Samúelsson, KFA.

Lið heimamanna KFA varð stigahæst, en lið Gróttu kom þar á eftir. Alls luku 29 keppendur keppni.

Heildarúrslit verða birt um leið og þau berast.

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Akureyri þess helgi og er bærinn fullur af hraustum ungmennum. Á vegum KFA fer fram keppni í kraftaþríþraut, olympískum lyftingum og kraftlyftingum í búnaði í tengslum við landsmótið.