Skip to content

ÍM unglinga og öldunga – úrslit

  • by

Keppt var um Íslandsmeistaratitla unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum í Mosfellsbæ í dag.
Mörg met féllu og gamlir og ungir skemmtu sér vel.

HEILDARÚRSLIT OG UPPTAKA

Stigahæst í unglingaflokki kvenna var Ragnhildur Marteinsdóttir, LFK, með 67,6 stig.
Stigahæst í öldungaflokki kvenna var Þórunn Brynja Jónasdóttir, Ármanni, með 74, 3 stig.
Stigahæstur í drengjaflokki var Emil Grettir Grettisson, Breiðablik, með 63 stig.
I unglingaflokki karla var stigahæstur Helgi Arnar Jónsson, Kraftlyftingafélag Akraness, með 86,2 stig en stigahæstur í öldungaflokkum karla var Benedikt Björnsson frá Massa.

Mótshaldari var Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar.
Dómarar voru Laufey Agnardóttir, Alex Cambray Orrason, Aron Ingi Gautason og Helgi Hauksson.