Skip to content

ÍM unglinga og öldunga – Skráning hafin

  • by

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramót unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum og kraftlyftingum. 
Mótin fara fram 16. nóvember (klassískt) og 17. nóvember (búnaður) nk á Akureyri. 
Skráningarfrestir eru til miðnættis 26. október (klassískt) og 27. október (búnaður) nk.  
Athugið að á íslandsmeistaramót gildir sú regla að keppendur þurfa að hafa verið félagsskráðir amk þrjá mánuði fyrir mót. 
Skráningar þurfa að berast fyrir skráningafresti annars er ekki tekið við þeim.
Minnum félög á að skrá dómara líka í samræmi við 22.grein í reglugerð um kraftlyftingakeppni.