Skip to content

ÍM – til keppenda

  • by

Framundan er spennandi og fjölmennt Íslandsmeistaramót í bekkpressu. Nauðsynlegt er að allir geri sitt til að framkvæmd mótsins gangi sem best fyrir sig. Mótshaldari vill koma eftirfarandi á framfæri við alla keppendur og ekki síður við þjálfara/aðstoðarmenn:

1)
keppandi sem hættir við þátttöku skal strax láta mótshaldara vita. Strax.

2)
keppandi mætir tímanlega í vigtun (líka þú!) og hefur allan keppnisbúnað meðferðis til skoðunnar

3)
eftir að keppandi hefur verið vigtaður og búnaður hans skoðaður skal hann tafarlaust fara og máta stillingar á bekk með aðstoð stangarmanna. Ef keppni er í gangi skulu stillingar mátaðar á upphitunarsvæði.

4)
Mínútureglan. Nokkuð virðist skorta á að keppendur þekki þessa reglu:

„Keppandi verður að tilkynna aðra og þriðju þyngd innan mínútu frá síðustu lyftu sinni.  Mínútan byrjar að líða, þegar kveikt er á dómaraljósum. Ef engin þyngd er tilkynnt innan mínútu skal ætla honum 2,5 kg hækkun, ef lyftan á undan var gild. Ef engin þyngd er tilkynnt og lyftan á undan var ógild, þá er sama þyngd sett á stöngina og honum mistókst við í fyrri tilraun.“

Eftir að keppandi hefur lokið lyftu hefur hann s.s. 60 sekúndur til að melda næstu þyngd. Þessari reglu verður framfylgt

5)
Keppendur skulu tilkynna aðra og þriðju þyngd á þar til gerðum meldingarmiðum . Ekki verður tekið við meldingum munnlega. Ef miði skilar sér ekki innan tímamarkanna telst það sem svo að þyngd hafi ekki verið tilkynnt

6)
Meldingarmiðar skulu afhentir millilið keppenda/aðstoðarmanna sem staðsettur verður þar sem að keppendur ganga frá upphitunarsvæði inn á keppnissvæði. Keppendur og aðstoðarmenn hafa ekki beinan aðgang að ritaraborði á meðan keppni stendur.

7)
Það er á ábyrgð keppenda og aðstoðarmanna þeirra að fylgjast með gangi keppninnar og stöðunni í Wilk‘s stigum og þekkja Íslandsmet í viðkomandi flokki. Undir engum kringumstæðum skal haft samband við ritara um þessi atriði.

Íslandsmet: http://results.kraft.is/records
Wilksreiknir: http://wilkscalculator.com/kg

 

 

Leave a Reply