Skip to content

ÍM í réttstöðulyftu – Úrslit

Grétar Skúli Gunnarsson mótshaldari skrifar:

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í Réttstöðulyftu. Mótið var haldið á Sauðárkróki í tengslum við Landsmót UMFÍ og fór mótið fram í Reiðhöllinni.

Í kvennaflokki var það Kara Gautadóttir (KFA) lyfti 155,0 kg í 57.0kg flokki, en það er nýtt Íslandsmet ungmenna (u23). Fyrir þessa lyftu hlaut hún 180,73 stig og var stigahæst í kvennaflokki. Í öðru sæti var Arna Ösp Gunnarsdóttir sem lyftir fyrir Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar en hún lyfti 157.5kg í -63,0 kg fl. og hlaut 169.16 stig. Þriðja sæti var Sóley Margrét Jónsdóttir (KFA) sem lyfti 195,0 kg í +84kg fl. og hlaut 165.91 stig.

Í karlaflokki tefldi Kraftlyftingafélag Akureyrar fram sína tvo bestu menn, þá Þorberg Guðmundsson og Viktor Samúelsson. Þeir hjóu hart að hvort öðrum og gerði Viktor sig líklegan til sigurs með því að lyfta 330,0 kg sem er töluverð bæting í síðustu lyftu en var dæmd af 2-1 vegna tæknigalla. Þorbergur lyfti á eftir honum í 332,5 kg sem gaf honum 183,87 stig. Viktor var í öðru sæti með 315.0 kg og 181,47 stig. Karl Anton Löve frá KFA var í þriðja sæti með 265.0 kg í -93kg fl. og 166.76 stig.

Töluvert af Íslandsmetum og tilraunum til Íslandsmeta voru á mótinu, en helst má þá nefna íslandsmet Köru Gautadóttir (KFA) þar sem hún lyfti 155.0kg í þriðju tilraun. Hilmar Símonarson frá Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar reyndi einnig við 210.0 kg í -66kg fl. sem hefði verið 2.0 kg bæting á hans egins íslandsmeti í flokknum.

Stigahæsta lið mótsins í bæði karla- og kvennaflokki var Kraftlyftingafélag Akureyrar.

 

FULL ÚRSLIT