Skip to content

ÍM í réttstöðulyftu – úrslit

  • by

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu var haldið í dag í umsjón Kraftlyftingadeildar Ármanns.
Íslandsmeistari kvenna varð Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir, Grótta. Hún lyfti 172,5 kg í -57 kg flokki, sem gefur 202,4 wilksstig og er stigahæsta réttstöðulyfta ársins.
Íslandsmeistari karla varð Viktor Samúelsson, KFA. Hann lyfti 320 kg í -120 kg flokki. Það gaf honum 184,2 wilksstig og nýtt íslandsmet unglinga í réttstöðulyftu.
HEILDARÚRSLIT

Lið Gróttu vann liðabikarann í kvennaflokki og lið KFA varð stigahæst í karlaflokki.
Nokkur íslandsmet voru sett á mótinu og margir nýir og efnilegir keppendur mættu til leiks.
Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju og þökkum Kraftlyftingadeild Ármanns fyrir daginn!