Skip to content

ÍM í réttstöðu – skráning hafin

  • by

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu 14.september 2013. Mótið fer að þessu sinni fram í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði í umsjón hins nýstofnaða kraftlyftingafélags bæjarins, Vikings.
Skráningarfrestur er til 24.ágústs, en félög hafa svo viku til að greiða keppnisgjaldið og færa keppendur milli þyngdarflokka.
SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ ÍM13_DEDD
Við biðjum félög að skoða vel 19.grein í reglum um mótahald, en hert hefur verið á skyldum félaga til að senda starfsmenn á mót. Það þarf að skrá starfsmenn um leið og keppendur.