Skip to content

ÍM í klassískum kraftlyftingum

  • by

Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum fer fram á Ísafirði laugardaginn 8.febrúar í umsjón Kraftlyftingafélagsins Víkings.
Mótið er haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi og hefst kl. 11.00. (Vigtun kl. 9.00)
Bein vefútsending verður frá mótinu og geta menn fylgst með hér: http://kfitv.is/live

Þetta er í annað sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitla í kraftlyftingum án útbúnaðar, en í fyrra voru stigahæst þau Arndís María Erlingsdóttir og Sigfús Fossdal.
Sigfús er mættur aftur til að verja titilinn, en ljóst er að við fáum nýjan meistara í kvennaflokki.
KEPPENDALISTI

Tags: