Skip to content

ÍM í klassískum kraftlyftingum – Úrslit

  • by

Íslandsmótið í klassískum kraftlyftingum fór fram í gær í umsjón Kraftlyftingadeildar Gróttu, en hátt í 60 keppendur tóku þátt í mótinu. Mótaumgjörð var hin glæsilegasta og fór mótið fram á tveimur keppnispöllum samtímis, en það er í fyrsta sinn sem slíkt fyrirkomulag er á mótahaldi í kraftlyftingum á Íslandi.
HEILDARÚRSLIT

Mörg Íslandsmet féllu á mótinu og þar að auki eitt Norðurlandamet unglinga, en þar var á ferðinni Fanney Hauksdóttir úr Gróttu sem lyfti 100 kg í bekkpressu í -63 kg flokki. Stigahæstur í karlaflokki var Viktor Samúelsson úr KFA með 454,8 Wilksstig en stigahæst kvenna var Helga Guðmundsdóttir úr Breiðablik með 386,6 stig. Lið Gróttu vann liðabikarinn í kvennaflokki með 50 stig en lið Stjörnunnar varð stigahæst í liðakeppni karla með 57 stig.

Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju og þökkum Kraftlyftingadeild Gróttu fyrir skemmtilegt mót.