Skip to content

ÍM í klassískum kraftlyftingum – Keppendalistar

  • by

Skráningum er lokið á Íslandsmeistaramótin í klassískum kraftlyftingum, sem haldin verða í World Class Kringlunni þann 25. mars.

Keppendur á ÍM í klassískum kraftlyftingum (opinn flokkur) eru 30 talsins frá 9 félögum. Á ÍM unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum eru skráðir 29 keppendur frá 5 félögum.

Félög hafa nú frest til miðnættis 11. mars til að greiða keppnisgjöld og færa keppendur á milli þyngdarflokka.