ÍM í bekkpressu – skráning

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í bekkpressu sem fer fram í umsjón Kraftlyftingafélags Akraness laugardaginn 28.janúar nk. Skrá skal á þessu eyðublaði: KRAFT_IM_BP_2012_SKRANING fyrir miðnætti 14.janúar og senda til  [email protected]  með afrit á [email protected]
Skráningargjald er 2.500 kr. og þarf það að berast áður en skráningarfrestur rennur út til að skráning taki gildi.  Reikningsnúmer: 552-26-6800, Kennitala: 460110-0680

Athugið að skrá alla aðstoðamenn og starfsmenn með kennitölu, en félög sem senda fimm keppendur eða fleiri eru skyldug að leggja til starfsmenn smkv. 18.grein reglugerða um mótahald.

Leave a Reply