Skip to content

ÍM í bekkpressu / RIG – skráning hafin

  • by

rig2015-landscape_350x156Skráning er hafin á opna Íslandsmeistaramótið í bekkpressu sem jafnframt er liður í Reykjavíkurleikunum 2015.
Mótið fer fram í Laugardalshöll 17.janúar 2015 og mótshaldari er kraftlyftingadeild Breiðabliks. Skráningarfrestur er til miðnættis 27.desember nk.
Tveir gestakeppendur verða á mótinu, Ielja Strik frá Hollandi og Kim-Raino Rølvåg fra Noregi.
Ielja Strik er ríkjandi heimsmeistari í bekkpressu í -84 kg flokki þar sem hún á best 185 kg. Hún keppir jöfnum höndum í þríþraut og bekkpressu og hefur stigið á verðlaunapall á ótal alþjóðamótum, á World Games og Arnold Classic.
Kim-Raino er í landsliði Noregs í kraftlyftingum þar sem hann keppir i -74 kg. Hann vann gull í bekkpressu í þessum flokki á EM 2014 með 232,5 kg.

SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ