Skip to content

Hrefna í 9. sæti á EM öldunga.

Þá hafa allir íslensku keppendurnir lokið keppni á EM öldunga í klassískum kraftlyftingum. Hrefna Jóhannsdóttir Sætran keppti í -76 kg flokki M1 og átti góða innkomu á sínu fyrsta alþjóðamóti. Hrefna lyfti seríunni 112.5 – 60 – 120 = 292.5 kg og náði að bæta persónulegan árangur sinn um 2.5 kg í hnébeygju og í samanlögðum árangri. Þessi árangur skilaði henni 9. sætinu í flokknum. Sigurvegari varð Friedrike Hoppe frá Þýskalandi með 462.5 kg í samanlögðum árangri.

Til hamingju Hrefna með fyrsta alþjóðamótið og bætingar!

Benedikt Björnsson keppti einnig fyrr í dag í -93 kg flokki M1 og byrjaði mótið af öryggi, en náði því miður ekki gildri lyftu í réttstöðunni og féll úr keppni. Þetta fer í reynslubankann hjá honum og vonandi fáum við að sjá Benedikt öflugan á næstu mótum.