Skip to content

Hörður vann silfur

  • by

Hörður Birkisson keppti í dag í -74kg flokki M3 á EM í Litháen. Hörður hefur keppt í kraftlyftingum í áratugi en þetta er í fyrsta sinn sem hann leggur land undir fót og tekur þátt á EM.
Hann lyfti 165 – 100 – 190 = 455 kg og fékk silfurverðlaun samanlagt auk silfur í beygju og réttstöðu og brons á bekknum. Bekkpressan og samanlagður árangur eru íslandsmet bæði í M3 og M2.
Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn!
Á morgun kl 8.00 keppir Helgi Briem í -105kg fl M3.