Skip to content

HM unglinga hefst í dag

  • by

Í dag hófst HM unglinga í kraftlyftingum í Prag í Tékklandi.
Hægt er að fylgjast með hér: http://www.powerlifting-ipf.com/media/livestream.html

Fjórir íslenskir strákar taka þátt í mótinu.
Guðfinnur Snær Magnusson, Breiðablik, keppir í -120 kg flokki drengja,
Viktor Samúelsson, KFA, keppir í -120 kg flokki unglinga, og Þorbergur Guðmundsson, KFA, og Júlían Jóhannsson, Ármanni, keppa í +120 kg flokki unglinga. Þeir keppa allir laugardaginn 8.september.

Undirbúningur hefur gengið vel, og ef allt gengur upp ættu þeir að geta blandað sér í verðlaunabaráttuna bæði í greinum og heildarúrslitum.
Við óskum þeim öllum góðs gengis.