
Síðasti keppandinn frá Íslandi var Lucie Stefanikova. Hún keppti í -84 kg flokki, A grúppu. Þetta er fyrsta alþjóðamót Lucie í þessum þyngdarflokki. Lucie átti glæsilegan hnébeygjukafla. Hún opnaði í hnébeygju á þægilegum 202,5 kg. Í annarri umferð lyfti hún 212,5 kg sem var persónuleg bæting um 2,5 kg. Í lokaumferð hnébeygjunnar massaði Lucie síðan 220 kg sem skilaði henni silfri í hnébeygju. Lucie opnaði í bekkpressu með 112,5 kg á stönginni og þau flugu upp. Í annarri umferð hækkaði hún um 5 kg og lyfti 117,5 kg jafn örugglega og fyrstu bekkpressunni. Lucie reyndi við 122,5 kg í þriðju umferð bekkpressunnar en þau voru aðeins of þung í dag. Í réttstöðulyftu opnaði Lucie með 215 kg á stönginn en lyftan dæmd ógild vegna tæknivillu. Hún tók þyngdina örugglega í lyftu tvö. Í lokaumferð réttstöðulyftunnar voru 230 kg sett á stöngina sem hefðu getað skilað Lucie bronsi í samanlögðu en það vantaði bara herslumuninn að ná að klára lyftuna og læsa. Samanlagður árangur Lucie var 552,5 kg og skilaði sá árangur henni 5. sæti í samanlögðu í feiknasterkum flokki. Innilega til hamingju með hnébeygjusilfrið og bætingarnar, Lucie !