Skip to content

HM í klassískum kraftlyftingum – Friðbjörn mætti á pallinn

Í dag mætti Friðbjörn Bragi Hlynson vel peppaður á pallinn. Hann keppti í -83 kg flokki, B grúppu. Friðbjörn opnaði í hnébeygju með 235 kg sem var fislétt. Í annarri umferð lyfti hann 247,5 kg og í þriðju umferð 257,5 kg. Allar hnébeygjurnar fengu þrjú hvít ljós enda allar heldjúpar. Í bekkpressu opnaði Friðbjörn með 145 kg. Hækkaði um 7,5 kg í annarri en reyndar rak kviðdómur augun í að stöngin var mishlaðin svo Friðbjörn þurfti aðeins að hinkra og halda einbeitingunni. Hann lyfti örugglega 152,5 kg sem og 157,5 kg í þriðju lyftu. Í réttstöðulyftu opnaði Friðbjörn örugglega með 277,5 kg á stönginni. Á stöngina í annarri umferð voru 292,5 kg sett á stöngina en því miður í blálokin missti Friðbjörn gripið. Í lokaumferðinn var sama þyngd á stönginni og kláraði Friðbjörn lyftuna með stæl. Samanlagður árangur varð 707,5 kg. Innilega til lukku með flott mót, Friðbjörn !