Skip to content

SUNNUMÓTIÐ

  • by

Kraftlyftingafélag Akureyrar fékk heiðurinn af því að halda fyrsta mót hins nýstofnaða Kraftlyftingasambands Íslands, og var fyrsta mótið helgað konum. Sunnumótið fór fram í íþróttahöllinni og luku 9 stelpur keppni í bekkpressu og réttstöðulyftu án útbúnaðar. Freydís Anna Jónsdóttir, KFA, sigraði örugglega, en hún lyfti samtals 195 kg í -67,5 kg flokki (62,5 + 132,5 kg). Við óskum henni til hamingju. Frekari upplýsingar og myndir frá mótinu má finna á heimasíðu KFA og Sunnu Hlínar Gunnlaugsdóttur.

Leave a Reply