Skip to content

Heimsmeistarmótið í bekkpressu með búnaði – Laufey er heimsmeistari

Í dag hófst keppni í HM í bekkpressu með búnaði.  Guðný Ásta Snorradóttir og Laufey Agnarsdóttir kepptu báðar í flokki M2 +84. 

Guðný Ásta opnaði með 105 kg á kjötinu, tók svo 127,5 kg í annarri lyftu í búnaði, sem er 5 kg persónuleg bæting. Hún reyndi svo við 135 kg í síðustu umferð sem fóru upp en lyftan var því miður dæmd ógild. Lyfta tvö skilaði Guðnýju silfri í flokknum. 

Laufey opnaði á 132,5 kg í fyrstu lyftu, í annarri tók hún 137,5 kg sem er ekki einungis Íslandsmet í +84 kg í M2 heldur einnig í M1. Þriðja lyfta voru örugg 140 kg sem tryggðu henni heimsmeistaratitilinn í flokknum. Í heildina setti Laufey því fjögur glæsileg Íslandsmet. Auk heimsmeistaratitils skilaði þessi árangur Laufeyjar henni öðru sæti á stigum yfir alla keppendur í M2 flokki.

Innilega til hamingju með heimsmeistaratitilinn, Laufey, og til hamingju með glæsilegan árangur, Guðný !