Skip to content

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum.

  • by

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum fer fram dagana 4.-10.nóvember í Stavanger, Noregi og er umgjörð mótsins hin glæsilegasta. Keppnin sjálf hefst á morgun en þingið stendur nú yfir þar sem Gry Ek ritari KRAFT er fulltrúi Íslands. Keppendur frá Íslandi eru María Guðsteinsdóttir sem keppir á fimmtudag og Auðunn Jónsson á laugardag. Með þeim í för eru Grétar Hrafnsson landliðsþjálfari og dómarar frá Íslandi verða Helgi Haukson og Klaus Jensen. Hægt er að fylgjast með beinni vefútsendinguhér http://goodlift.info/live/onlineside.html

Heimasiða mótsins: https://www.facebook.com/wc2013