Unglingarnir tóku yfir annan daginn á HM í klassískri bekkpressu í Drammen. Þórður Skjaldberg keppti í -105 kg flokki unglinga. Þórður kom gíraður á keppnisstað og fyrsta lyfta með 160 kg á stönginni fór hratt upp. Í annarri umferð voru 165 kg sett á stöngina. Þórður átti góða tilraun við þau kíló, stöngin fór upp en lyftan var dæmd ógild. Í lokaumferð reyndi Þórður aftur við 165 kg sem fóru upp en lyftan var því miður einnig dæmd ógild vegna tæknigalla. Þórður sýndi að styrkurinn er þarna og hann á nóg inni. Til hamingju með árangurinn, Þórður !