Skip to content

Heimsmeistaramótið í klassískri bekkpressu – Opinn flokkur

Opni flokkurinn byrjaði keppni á þriðja degi HM í klassískri bekkpressu. Elín Melgar Aðalheiðardóttir keppti í -69 kg flokki sem var mjög fjölmennur.  Elín opnaði með 95 kg á stönginni sem fóru léttilega upp. Í annarri umferð voru 100 kg melduð en ekki vildu þau upp. Í lokaumferð mætti Elín einbeitt á pallinn og gerði aðra tilraun við að lyfta 100 kg en það gekk því miður ekki upp. Til hamingju með mótið, Elín !